Gengur aftur sem rafnaðra

R70-rafnaðran frá MotoCompacto er samanbrjótanleg.
R70-rafnaðran frá MotoCompacto er samanbrjótanleg.

MotoCompacto er nafn sem getur átt eftir að verða kunnuglegt í heimi samgangna í þéttbýli. Er þar um að ræða samanbrjótanlega smánöðru sem ólíkt því sem áður var verður knúin rafmótor.

Mjög fljótlegt mun vera að brjóta mótorhjólið örsmáa saman, einungis þrjú handtök. Því má auðveldlega koma i farangursgeymslu minnstu bíla en mál þess samanbrotins munu vera 69x35x64 sentimetrar. Hafa má það einnig meðferðis á smábátum til skemmtisiglinga og húsbílum.

Sömuleiðis er hægt að taka það með sér í ferðalög með járnbrautarlestum, strætisvögnum og jafnvel flugvélum því hjólið er á við meðalstóra ferðatösku.

Honda kom í byrjun níunda áratugarins með R7-nöðruna en þá var orkugjafinn bensín. Nú hefur ítalskt fyrirtæki að nafni Di Blasi á Sikiley á Ítalíu tekið við keflinu og framleiðir æruverðugan arftaka hennar, rafútgáfuna R70.

Uppgefið er að drægi R70-nöðrunnar á fullri hleðslu sé 60 kílómetrar og að einungis taki um þrjár stundir að hlaða tóman rafgeymi farartækisins til fulls. Hámarkshraði er sagður 40 km/klst. en það vegur 35 kíló með rafgeymi. Hermt er að afköst smáhjólsins séu ígildi afkasta 50 rúmsentimetra vélar.

Í Frakklandi selur dreifingaraðilinn Evol-Mobilities eintakið á um 3.500 evrur, jafnvirði um 580.000 krónur á gengi gærdagsins.

agas@mbl.is

R70-rafnaðran frá MotoCompacto er samanbrjótanleg.
R70-rafnaðran frá MotoCompacto er samanbrjótanleg.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »