Stór innköllun hjá BMW

Tengiltvinnbíllinn BMW X1 phev
Tengiltvinnbíllinn BMW X1 phev

Þýski bílsmiðurinn BMW  hefur gefið út stóra innköllun en hún nær til hvers og eins einasta tengiltvinnsbíls fyrirtækisins, meðal annars bíla sem framleiddir hafa verið í ár.

Innköllunin nær til rúmlega 26.700  og ástæða hennar er hætta íkveikju í rafhlöðum bílanna.

Um er að ræða bíla af 3, 5 og 7 seríunum með bensínvél, jeppana X1, X2, X3 og  X5,   Active Tourer úr 2 seríunni og Mini Countryman PHEV; hafi þeir verið smíðaðir á tímabilinu 20. janúar til 18. september 2020.

Innköllunin nær einnig til i8 sem framleiddir voru í ár og þar til í apríl að smíði bílsins var hætt.

mbl.is