Innkalla þarf fáa tengiltvinnbíla BMW á Íslandi

Tengiltvinnbíllinn BMW X3 phev
Tengiltvinnbíllinn BMW X3 phev

Vegna fréttar Mbl.is af innköllun tengiltvinnbíla BMW Group sem birt var sl. föstudag á vef Morgunblaðsins, vill BL, umboðsaðili BMW og Mini á Íslandi, taka fram að umrædd innköllun á heimsvísu á alls ekki við hvern einasta tengiltvinnbíl sem BMW og Mini hafa framleitt.

Á innköllunin einungis til tengiltvinnbíla sem framleiddir voru á tímabilinu frá 20. janúar til 18. september á þessu ári, eins og reyndar kom fram í fréttinni en hefði mátt vera skýrar.

Af þeim tengiltvinnbílum sem framleiddir voru á ofangreindu tímabili flutti BL inn 53 og af þeim bíða 23 innköllunar í samráði við eigendur. Um er að ræða hugbúnaðaruppfærslu, hleðslu og aflestur til að sannreyna nauðsynleg öryggisatriði. Eigendur tengiltvinnbíla BMW Group hér á landi geta athugað hvort innköllunin eigi við sína bíla með því að fara á eftirfarandi slóð á heimasíðu BL, https://www.bl.is/thjonusta-verkstaedi#innkallanir, og slá þar inn bílnúmerið.

Skráin nær til allra bíla sem BL hefur flutt inn. Eigendum bifreiða sem BL flutti ekki inn býðst að hafa samband við þjónustuver BL og óska eftir athugun í kerfum BMW og Mini. Einnig er hægt að nálgast sambærilegar upplýsingar á heimasíðu Neytendastofu sem BL vinnur náið með í öllum innköllunarmálum,“ segir í tilkynningu frá BL. 

mbl.is