Frökkum rutt úr toppsætinu

Daimler er stærst á hinum tiltölulega smáa rafbílamarkaði Þýskalands.
Daimler er stærst á hinum tiltölulega smáa rafbílamarkaði Þýskalands.

Útreikningar benda til þess að Þjóðverjar muni ryðja Frökkum úr vegi sem helsta framleiðslulandi rafbíla í ár.

Eftir tvö ár áætla Þjóðverjar að smíða 600.000 rafbíla eða helming allra rafbíla í Evrópusambandslöndunum (ESB).

Og árið 2025 halda þeir því fram að rafbílasmíði þeirra muni nema 1,1 milljón bíla á ári. Verði þá annar hver rafbíll í Evrópu smíðaður í samtals 35 þýskum bílsmiðjum.

Í nýliðnum septembermánuði voru nýskráðir 27.500 rafbílar sem var 5.000 fleiri bílar en í ágústmánuði. Af þeim voru 15.200 hreinir rafbílar, 12.300 tengiltvinnbílar og fjórir vetnisknúnir bílar.

Frá því byrjað var að niðurgreiða rafbílakaup með ýmsum ívilnunum í Þýskalandi árið 2016 nema umsóknir um þær 257.046. Af þeim eru umsóknir vegna hreinna rafbíla 176.298 talsins.

Þjóðverjar hafa velt fyrir sér horfum í rafbílasmíði og reynt að sjá fyrir þróunina næstu árin og áratugina. Mun rafbílavæðingin ganga hratt fyrir sig og sex milljónir rafbíla verða í umferðinni árið 2030. Til að örva fólk til kaupa á rafbílum er í boði 3.000 evra styrkur til kaupa á tengiltvinnbíl og 5.000 evrur til kaupa á hreinum rafbíl.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »