Alslemma hjá Kumho

Verðlaunahjólbarðarnir frá Kumho
Verðlaunahjólbarðarnir frá Kumho

Heldur betur hefur hlaupið á snærið hjá suðurkóreska dekkjaframleiðandanum Kumho að undanförnu. Hafa honum hlotnast fjórir helstu titlar sem dekkjaframleiðendur eru sæmdir ár hvert.

Í fyrsta lagi hefur Kumho hlotið nú síðast hönnunarverðlaunin „góðhönnun 2020“ fyrir tvö nýjustu dekk sín, hin nýju Solus HA32 og PorTran CW11.

Í öðru lagi hlaut Kumho þýsku iF-viðurkenninguna fyrir dekk sín og Red Dot-verðlaunin svonefndu. Þá var fyrirtækið sæmt bandarísku hönnunarviðurkenningunni IDEA Design.

Solus HA32 dekkin bjóða upp á aukna rásfestu í rigningu og betri aksturseiginleika í bleytu. Þau ættu að henta ökumönnum sem æskja góðrar getu og endingu í öllum veðrum.

Vetrardekkjunum PorTran CW11 er beint að léttum atvinnubílum og hafa verið sérsniðin til að kljást við snævi þakta ísingarvegi á köldustu svæðum Evrópu. Styrktur miðsóli og sterkleg beltisbygging stuðla að hámarksrásfestu og -stöðugleika, að sögn dómnefndar.

„Þessar hnattrænu viðurkenningar endurspegla tæknilega færni og sannarlega ágæti hönnunar okkar,“ sagði Jung Il-Taik, yfirmaður rannsóknar- og þróunardeildar Kumho.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: