Polestar 2 lúxusbíll ársins

Allt klárt fyrir gesti bílasýningarinnar Polestar í Peking í september
Allt klárt fyrir gesti bílasýningarinnar Polestar í Peking í september

Kínverski bíllinn Polestar 2 hefur verið valinn lúxusbíll ársins í Þýskalandi sem er athyglisverður árangur í ljósi hinnar kröftugu lúxusbílasmíði nokkurra þýskra bílsmiða.

Með þessum árangri kemst Polestar 2, eða Pólstjarnan, í lokakeppnina um bíl ársins í Þýskalandi síðar í haust. Í dómnefndinni voru 18 þýskir bílablaðamenn en þeir þurftu að gera upp á milli alls 72 tilnefndra bíla. Var val þeirra á Polestar afgerandi í lúxusbílaflokknum en þar var um að ræða bíla sem kosta 50.000 evrur eða meira á götuna komnir.

Dómnefndarmenn mátu hver og einn upp á eigin spýtur kosti og galla bílanna sem fyrir þá voru lagðir. Meðal atriða sem voru metin til einkunnar voru akstursánægja, aflrásin, meðfærileiki, gæði, þægindi, nytsemi, öryggi, vistvæni, margmiðlun og verð miðað við afl.

Polestar er smíðaður í Chengdu í Kína. Vörumerkið er í eigu Volvo og kínverska móðurfélagsins Geely, sem keypti Volvo árið 2010.

agas@mbl.is

Kínverski lúxusrafbíllinn var valinn bíll ársins í Þýskalandi.
Kínverski lúxusrafbíllinn var valinn bíll ársins í Þýskalandi.
Kínverski lúxusrafbíllinn var valinn bíll ársins í Þýskalandi.
Kínverski lúxusrafbíllinn var valinn bíll ársins í Þýskalandi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: