Ræningjar leggjast á Ford F

Ford F-150 af hinni eftirsóttu árgreð, 2006.
Ford F-150 af hinni eftirsóttu árgreð, 2006.

Eftir að hafa setið óslitið i 43 ár á toppi lista yfir nýskráningar bíla í Bandaríkjunum hefur pallbíllinn Ford F-serían nú færst upp á topp annars en ekki eins eftirsóknarverðs lista.

Ford F var það farartæki sem bílþjófar lögðu sig helst eftir á árinu 2019, að því er fram kemur í hinu árlega Hot Wheels Report.

Já, alls var 38.938 eintökum af Ford F árgerð 2006 rænt í fyrra, samkvæmt upplýsingum tryggingaglæpastofnunarinnar (NICB) . Aldrei áður hefur pallbíll frá Ford verið efstur á lista NICB. Hann varð í þriðja sæti 2018 með 36.355 tilkynnt stolin eintök.

Í F-seríu pallbíla Ford er að finna módel allt frá hinum sívinsæla F-150 til stærri bíla á borð við F-350 og F-550 sem notaðir eru einkum sem vinnubílar.

Í öðru sæti á listanum hafnaði 2000 árgerðin af Honda Civic, sem tilkynnt var stolin 33.220 sinnum 2019. Hondan var efst árið áður með rænda 38.426 bíla.

Í þriðja sæti varð svo Chevrolet Silverado af árgerðinni 2000 en tilkynnt var að 32.583 slíkum hafi verið ruplað í Bandaríkjunum í fyrra.

Þrír japanskir stallbakar eru í sætum fjögur til sjö, eða 1997 árgerðin af Honda Accord (30.754), 2007 árgerð Toyota Camry (15,656), 2015 árgerðin Nissan Altima (13.355) og 2018 árgerðin af Toyota Corolla (12.137).

Athyglisvert er að 23 ára gamall bíll skuli vera svo ofarlega á listanum.
Í síðustu þremur sætum af tíu efstu urðu 2001 árgerð Dodge Ram (11.292), 2018 módelið GMC Sierra (11.164) og svo 2001 árgerðin af Honda CR-V (10.094).

Það er einnig athyglisvert að engir evrópskir bílar á listanum sem þarf ekki að koma á óvart þegar skoðaður er listi yfir nýskráningar bíla í Bandaríkjunum. Þá er einfaldlega ekki að finna evrópska bíla á lista yfir söluhæstu bíla þar í landi.

mbl.is