Enn fágaðri frá Ferrari

Ferrari Monza SP1 er aðeins með sæti fyrir ökumann. Á …
Ferrari Monza SP1 er aðeins með sæti fyrir ökumann. Á svona bíl er athyglin er öll við veginn framundan.

Opnu sportbílarnir Ferrari Monza SP1 og SP2 eru tveir af hráustu sportbílum sem fyrirtækið hefur smíðað til aksturs í almennri umferð.

Þeir voru hannaðir og þróaðir undir áhrifum svonefndra barchettas frá fimmta áratug nýliðinnar aldar. Ekki verður þó sagt að þeir séu eins og gamalt vín á nýjum belgjum, svo mikið hefur Novitec-fyrirtækið nostrað við þá og breytt fyrir nútíma tækni- og öryggisbúnað.

Bílarnir eru fáanlegir ýmist með einu sæti eða tveimur í opnum stjórnklefa eins og á kappakstursbílum Ferrari upp úr seinni heimsstyrjöldinni, þar á meðal var Ferrari 812 Superfast sem búinn var með V12-vél er skilaði 800 hestöflum.

En jafnvel öflugustu V12-vélar Ferrari dugðu ekki Novitec-mönnum. Með skraddarasniðnu útblásturskerfi og hvarfakútum tókst þeim að koma aflinu upp í 844 hestöfl með viðeigandi hækkunar vélarhljóðanna.

Yfirbyggingin listaverk

Ferrari Monza SP2 er með sæti fyrir ökumann og farþega.
Ferrari Monza SP2 er með sæti fyrir ökumann og farþega.


Yfirbygging SP1 og SP2, með speldum og gyllingu til að hámarka kælingu vélarinnar, er álíka listaverk í sjálfu sér og Monza-bíllinn í heild. Sportgormafjöðrun og 21 og 22 tommu dekk hönnuð af Vossen eru einnig fáanleg, að ekki sé minnst á að kaupandi hefur sjálfur fullt forræði um efnis- og litaval innréttingarinnar.

Ferrari Monza SP1 og SP2 eru undanfarar nýrrar hugmyndafræði sem nefnist „Icona“ (helgimynd) og gengur út á að brúka í nýjum bílum íhluti úr bílum úr sögu Ferrari sem miklar tilfinningar tengjast. Stofnað verður til takmarkaðrar keppnisraðar fyrir þessa bíla eingöngu með þátttöku kaupenda og safnara.

Tilgangurinn með því er að beita nútíma fagurfræði til að endurtúlka eilíflegan stíl með langt þróuðum íhlutum og skapa mestu mögulegu hámarksafköst með áframhaldandi og stöðugri nýsköpun.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »