KTM smíðar X-Bow GTX-keppnisbíl

Fallegur er hann en bara ætlaður til notkunar á keppnisbrautum.
Fallegur er hann en bara ætlaður til notkunar á keppnisbrautum.

Öflugasta og tæknivæddasta eintakið af X-Bow GTX-keppnisbíl austurríska mótorhjóla- og sportbílasmiðsins KTM hefur litið dagsins ljós og er klárt til keppni.

Yfirbyggingin, sem öll er úr koltrefjaefnum, umlykur GTX-bílinn og ökumanninn rétt eins og orrustuflugmann sem er bundinn niður í þrönga skel sína. Stórir lagskiptir makrolongluggar tryggja ökumanni góða yfirsýn.

Inni í bílnum er veltibúr viðurkennt af Alþjóðaakstursíþróttasambandinu (FIA) og höggþolinn Recaro-keppnisstóll með Schroth-öryggisbeltum og sérsniðnu stýrishjóli sem á er að finna lítinn stafrænan skjá, stjórnblöðkur og hnappa. Þungi bílsins án ökumanns er 1.050 kíló.

Mesta breytingin frá fyrri útgáfu bílsins er að aftan axla ökumannsins er nú að finna fimm strokka hverfilsblásna Audi-vél. Skilar hún 523 hestöflum til hjólanna, sem rafeindastýrð raðgírskipting miðlar niður í malbikið.

Tuttugu eintök X-Bow GTX-keppnisbílsins verða smíðuð í ár og verður þeim stefnt til keppni í sérmótaröð KTM á næsta ári.

KTM hefur getið sér gott orð í kappakstri á mótorhjólum, m.a. í París Dakar-rallinu. Minna fer hins vegar fyrir árangri á fjórhjólafarartækjum og spurningin hvort það muni breytast með þessum nýja bíl.

Kaupverðið er ekki í lægri kantinum, eða 272.000 dollarar, sem svarar til um 38 milljóna íslenskra króna.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »