Reistu hæsta dekkjaturninn

Turnbyggingunni fagnað við verklok.
Turnbyggingunni fagnað við verklok.

Margt er sér til skemmtunar sýslað og má yfirfæra það á þýskt keppnislið, sem gerði sér lítið fyrir og reisti hæsta turn heims úr bíldekkjum.

Linnti hópurinn ekki látum fyrr en turninn náði 7,05 metra hæð en þá náði mannvirkið 91 sentímetrum lengra til lofts en fyrra metið. Hljóðaði það upp á 7,14 metra

Vettvangurinn var í bænum Gera í Thüringen í Þýskalandi. Fyrir uppátækinu stóð líknarfélag sem lætur sig börn varða, We4Kids.

Eigi fylgir fregnum hverjar tekjurnar voru en til að hækka sem mest í hítinni var efnt til uppboðs um dekkin 30 sem notuð voru til að reisa turninn.

Alla vega dugði inntektin til að kaupa sérútbúinn bíl sem gefinn var einstæðri móður sem á tvö ung börn sem greinst hafa með vöðvarýrnun (SMA) á háu stigi. Miðað við reynsluna gæti það þýtt að börnin nái ekki að lifa lengur en til sjö ára aldurs.

mbl.is