Taycan sá fallegasti

Porsche Taycan er fagur sportbíll.
Porsche Taycan er fagur sportbíll.

Porsche Taycan hlaut á dögunum tvenn verðlaun sem kennd eru við gullið stýri, sem tímaritið AutoBild í Þýskalandi veitir.

Annars vegar öðlaðist Taycan viðurkenningu sem sportbíll ársins og hins vegar sem fallegasti bíll ársins.

Viðurkenningarnar sem kenndar eru við gullna stýrið að þessu sinni dreifðust sem hér segir:

Í flokki smábíla: Opel Corsa-e
Í flokki stórra smábíla: Audi A3 Sportback
Í flokki smájeppa: Ford Puma 1.0
í flokki jepplinga: Polestar 2
Í flokki  stórra jeppa: Kia Sorento 1.6
Í flokki meðalstórra tengiltvinnbíla: VW Tiguan eHybrid
Í flokki meðalstórra- og stórra tvinnbíla: BMW 330e
Í flokki sportbíla: Porsche Taycan
Besti bíllinn undir 25.000 evrum: Hyundai i20
Besti bíllinn undir 35.000 evrum: Seat Leon
Fallegasti bíll ársins: Porsche Taycan
Besta nýjungin: Lexus UX 300e

mbl.is