Highlander kemur til Íslands

Toyota Highlander
Toyota Highlander

Toyota á Íslandi fær glæsilega viðbót í vörulínuna í janúar 2021 þegar Toyota Highlander
verður kynntur í fyrsta sinn í Vestur-Evrópu. Þessi bíll hefur notið mikilla vinsælda víða um heim frá því hann kom fyrst á markað árið 2000, ekki síst í Bandaríkjunum.

Highlander er stór sportjeppi með góða aksturseiginleika og mikið innanrými, tveggja tonna dráttargetu og veghæð sem sæmir öflugum sportjeppa eða 20,3 cm. Hröðun úr kyrrstöðu í hundraðið  er 8,3 sek.

Highlander er í flokki E-SUV bíla þar sem Land Cruiser hefur verið í forystu hér á landi undanfarna áratugi. „Með þessu skrefi býður Toyota upp á enn fleiri lausnir í einum kröfuharðasta og vinsælasta flokki bíla á Íslandi með tæknilega vönduðum og sérstaklega
rúmgóðum Hybrid sportjeppa. Tvö niðurfellanleg sæti eru aftast í bílnum og er því pláss fyrir
sjö manns í Highlander,“ segir í tilkynningu.

Toyota Highlander tvíorkubíll er með AWD-I fjórhjóladrif og verður í boði í þremur útfærslum,
GX, VX og Luxury. Highlander er knúinn áfram af fjórðu kynslóð tvinntækninnar (hybrid) auk
bensínvélar sem skila samanlagt 244 hestöflum. Þetta er því stór og öflugur bíll en eyðslan
er samt hófleg eða frá 5,8 – 8,2 lítrar á 100 km.

Toyota Highlander er 4,95 m langur með 658 lítra farangursrými. Auðvelt er að fella niður tvær sætaraðir og mynda þannig 1.909 lítra farangursrými með sléttu gólfi. Highlander er búinn Toyota Safety Sense 2.5 sem er nýjasta útgáfa af öryggiskerfi Toyota.

Staðalbúnaður í Highlander GX meðal annars:

18“ álfelgur, litaðar hliðarrúður, lykillaust aðgengi, verksmiðjuframleitt leðuráklæði, rafdrifið
ökumannssæti, hiti í framsætum, upphitað stýri, Apple Carplay og Android Auto,
bakkmyndavél, þráðlaus hleðsla fyrir GSM síma blindsvæðaskynjarar o.fl.

Staðalbúnaður í Highlander VX meðal annars:

20“ álfelgur, langbogar með krómáferð, rafdrifinn afturhleri, skiptiflipar í stýri,
bílastæðaaðstoð, rafdrifin framsæti með minnisstillingu á ökumannssæti, fjarlægðarskynjarar
og bakkmyndavél með leiðsögn o.fl. Einnig má fá opnanlegt Panorama glerþak og JBL hljómflutningstæki sem aukabúnað.

Staðalbúnaður í Highlander Luxury meðal annars:

20“ álfelgur, rafdrifin framsæti með 2 minnisstillingum á ökumannssæti, 12,3“ skjár, JBL
hljómkerfi, 11 hátalarar o.fl.

Einnig má fá opnanlegt Panorama glerþak sem aukabúnað.

Toyota Highlander
Toyota Highlander
Toyota Highlander
Toyota Highlander
Toyota Highlander
Toyota Highlander
Toyota Highlander
Toyota Highlander
Toyota Highlander
Toyota Highlander
Toyota Highlander
Toyota Highlander
mbl.is