Smájeppar bremsa misvel

Audi Q3, BMW X2 og VW Tiguan urðu jafnir og …
Audi Q3, BMW X2 og VW Tiguan urðu jafnir og bremsuðu best.

Hvað varðar bremsulengd jeppa þá standa borgarjeppar ekki jafnfætis eftir prófanir á þessum mikla öryggisþætti. Því fer fjarri að niðurstaðan sé af mistaka völdum.

Níu metrar eru nákvæmlega lengd tveggja Citroën C5 Aircross samanlögð. En það er líka munurinn á bremsulengd bestu bílanna og þeirra slöppustu, samkvæmt mælingum tilraunamanna franska bílablaðsins AutoPlus.

Þeir tóku í gegn 30 borgarjeppa og mældu hvað þeir voru lengi að nema staðar af 130 km/klst. ferð. Meðaltalið reyndist 64 metrar. Nokkrir gerðu miklu betur og aðrir mun lakar. Nokkrir þeirra síðarnefndu voru með tvíaflrásir sem vegna aukins tæknibúnaðar eru yfirleitt mun þyngri.

Í þeim hópi er t.d. Honda CR-V tvinnbílinn (22. sæti með 66 metra bremsulengd), Lexus UX (23. sæti – 67 metrar), Kia Niro (27. sæti – 68 metrar), Toyota RAV4-tvinnbíllinn (29. sæti – 69 metrar). Síðasti bíllinn hafði svona nokkuð sér til afsökunar; Range Rover Evoque sem þurfti 70 metra til að staðnæmast úr 130 km ferðahraða, eða níu metrum meira en þeir bestu.

Jafnir í þremur efstu sætunum með 61 metra bremsulengd voru 90 hestafla Audi Q3, 192 hesta BMW X2 og 190 hesta VW Tiguan.

Fimm urðu jafnir í sætum fjögur til átta eða 140 hesta BMW X1, 160 hesta Nissan Qashqai, 130 hesta Peugeot 3008, 190 hesta Seat Ateca og 150 hesta Volvo XV40.

Jafnir í níunda til ellefta sæti urðu 150 hestafla Ford Kuga, 115 hesta Kia Sportage og 140 hesta Renault Kadjar. Níu bílar þurftu svo 64 metra til að staðnæmast. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: