Transporter öruggastur í millistærð

Volkswagen Transporter T6.1
Volkswagen Transporter T6.1

Volkswagen Transporter reyndist öruggasti millistóri sendibíllinn í úttekt umferðaröryggisstofnunarinnar Euro NCAP á 19 sendibílum.

Euro NCAP prófin snerust um aðgengi og virkni aðstoðarkerfa ýmiskonar. Volkswagen Transporter T6.1 varð efstur og hefur þar af leiðandi verið útnefndur gullverðlaunahafi Euro NCAP.

Aukning í viðskiptum á netinu hefur leitt til aukinnar eftirspurnar í heimsendingu og fyrir vikið hefur sendibílum fjölgað á vegum úti. Þar af leiðandi sá NCAP ástæðu til að kanna og meta framboð ásamt virkni aðstoðarkerfa sendibíla í B og C flokkum sem hafa leyfða heildarþyngd allt að 3,5 tonnum.

„Transporter býður neytendum upp á fjölbreytt úrval öryggisbúnaðar og fær gullið í Euro NCAP. Hann setur viðmiðin fyrir aðra atvinnubíla árið 2021,“ segir meðal annars í tilkynningu Euro NCAP.

Volkswagen Transporter T6.1
Volkswagen Transporter T6.1
mbl.is