Fjórir fjórhjóladrifnir sýndir á fjórum stöðum

Toyota sýnir fjóra fjórhjóladrifna jeppa á fjórum stöðum á laugardag.
Toyota sýnir fjóra fjórhjóladrifna jeppa á fjórum stöðum á laugardag.

Toyota byrjar nýtt ár með krafti og býður til glæsilegrar sýningar næstkomandi laugardag, 9. janúar, hjá viðurkenndum söluaðilum í Kauptúni, á Selfossi, Akureyri og í Reykjanesbæ.

Fjórir fjórhjóladrifnir bílar verða í aðalhlutverki, nýr Highlander Hybrid sem nú er frumsýndur á Íslandi, 70 ára afmælisútgáfa Land Cruiser með aflmeiri vél, nýr Hilux með stærri vél og
aukinni dráttargetu og RAV4 Hybrid og Plug in Hybrid sem notið hafa fádæma vinsælda
undanfarin misseri.

Nýr Toyota Highlander tvinnbíll kemur nú á markað í fyrsta sinn í Vestur-Evrópu og þar með á Íslandi. „Góð reynsla er komin af Highlander víða um heim frá því hann kom fyrst á markað
árið 2000,“ segir í tilkynningu.

Highlander er stór sportjeppi með góða aksturseiginleika og mikið innanrými, tveggja tonna dráttargetu og veghæð sem sæmir öflugum sportjeppa eða 20,3 sm. Hröðun úr kyrrstöðu í hundraðið er 8,3 sek.

Nýr Toyota Hilux verður sýndur með verulegum breytingum. Ber þar hæst ný vél sem er 2,8 lítra í stað 2,4 lítra. Ný fjöðrun er komin í Hilux ásamt fleiri breytingum. 33“ breyting með
heilsársdekkjum og felgum fylgir þegar keyptir eru aukahlutir fyrir 300.000 kr. eða meira hjá
viðurkenndum söluaðilum Toyota. Verðmæti kaupaukans er um 570.000 kr.

Toyota Land Cruiser heldur upp á 70 ára afmæli á þessu ári og er nú kominn með með
endurbætta vél sem eykur afl og hröðun bílsins. Veglegur 70 ára afmælispakki fylgir Land
Cruiser, 33“ breyting með felgum og heilsársdekkjum ásamt fjölda aukahluta. Verðmæti
afmælispakkans er um 950.000 kr.

„Toyota RAV4 tvinnbíllinn og tengiltvinnbíllinn hafa heldur betur slegið í gegn á síðustu mánuðum enda hentar þessi sparneytni bíll einstaklega vel á Íslandi hvort sem er í þéttbýli eða dreifðari byggðum. Betri ferðafélaga er vart hægt hægt að hugsa sér,“ segir í tilkynningu Toyota.

mbl.is