VW, Scania og Volvo á toppnum

Scania drottnaði í flokki vörubíla.
Scania drottnaði í flokki vörubíla. Ljósmynd/Scania

Samdráttur varð í sölu nytjabíla í Noregi á nýliðnu ári en þeir stóru voru áfram stórir. Þar er um að ræða Volkswagen, Scania og Volvo.

Seldum nýjum sendibílum fækkaði um 15% og námu 32.051 eintaki. Vörubílasala skrapp saman um 19,1% í 5.993 eintök en hlutfallslega langmestur var samdrátturinn í flokki hópferðabíla. Þar seldust 38,7% færri bílar en árið á undan, 2019, samkvæmt upplýsingum upplýsingadeildar norsku umferðarstofnunarinnar (OFV).

Ráðið minnir á að árið 2019 hafi verið algjört metár í öllum bílasöluflokkum í Noregi.

Í flokki vörubíla 2020 kom Scania best út og í öðru sæti varð Volvo með hlutfallslega minni samdrátt en heildin. Í þriðja sæti varð Mercedes-Benz með hlutfallslega meiri samdrátt en heildin eða 24,4%. MAN varð í fjórða sæti með enn meiri samdrátt, eða 27,9%.

Volkswagen varð efst í sendibílaflokki með 27,9% sölunnar samanborið við 29,8% árið 2019. Ford varð í öðru sæti og jók skerf sinn úr 14,2% í 14,6% 2020.

Toyota varð í þriðja sæti í sendibílaflokknum eftir mikinn sprett þar sem salan jókst um 21,3%. Fór hlutdeild Toyota í markaðinum úr 9,4% í 13,5 prósent. Munaði mest um nýja sendibílinn Proace City.

Hópferðabílamarkaðurinn hrundi í Noregi í fyrra, samdrátturinn mældist 37,8%. Er það skrifað að mestu á kórónuveirufaraldurinn. Í efstu þremur sætum sölunnar urðu bílar Volvo, MAN og Scania. Í fimmta og sjötta sæti listans var að finna kínversku hópferðabílsmiðina Yutong og BYD.

agas@mbl.is

Ágúst Ásgeirsson

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »