Ausa MG lofi

MG EHS Plug-in Hybrid.
MG EHS Plug-in Hybrid.

„Sá sem starfað hefur í mörg ár við reynsluakstur á nýjum bílum upplifir með reglulegu millibili þann tímapunkt að telja að ekkert geti framar komið honum á óvart. Og svo kemur MG EHS Plug-in Hybrid ... EHS lítur ekki út eins og einhver ódýr bíll, ekki útlitslega og enn síður í farþegarýminu.“

Þannig skrifar blaðamaður Auto Motor und Sport í nýlegri umsögn sinni um tengiltvinnbílinn MG EHS Plug-in Hybrid.
 
„Bíllinn er búinn fjölda aðstoðarkerfa, stýring í akstri er þægilega þétt og undirvagninn sameinar á skemmtilegan hátt þægilegan akstur og krefjandi aðstæður í beygjum. Mest á óvart kemur þó verðið á bílnum. Þetta er bíll fullur af tækni, fallega hannaður, sem einkennist af stílhreinu handbragði, og búinn ríkulegum staðalbúnaði. Og þegar við segjum ríkulegum, þá meinum við ríkulegum,“ bætir blaðamaðurinn við.

Velgengni MG á Evrópumarkaði heldur áfram með rafbílnum MG ZS EV sem kynntur var á Íslandi síðastliðið sumar. „Keppast evrópskir bílablaðamenn við að ausa MG EHS Plug-in Hybrid lofi en einungis örfáar vikur eru liðnar frá því að salan hófst á meginlandinu eins og lesa má á vefsíðu MG, sem hefur safnað saman helstu umsögnum evrópskra blaðamanna, svo sem í Noregi, Danmörku, Hollandi, Austurríki, Þýskalandi, Frakklandi og víðar.

MG EHS Plug-in Hybrid kemur í sýningarsalinn hjá BL við Sævarhöfða um mánaðamótin og verður bíllinn frumsýndur fljótlega í byrjun febrúar þegar reynsluakstursbílar verða til taks.

MG EHS Plug-in Hybrid.
MG EHS Plug-in Hybrid.
MG EHS Plug-in Hybrid.
MG EHS Plug-in Hybrid.
mbl.is