70 rafsendibílar á einu bretti

Norsku póstbílarnir frá Maxus eru rauðir.
Norsku póstbílarnir frá Maxus eru rauðir. Ljósmynd/Maxus

Mikil jólastemning var í herbúðum norska póstsins síðasta hálfa mánuðinn fyrir jól. Tók hann við 70 nýjum rauðum rafdrifnum póstbílum frá Kína.

Að sögn norska póstsins er þetta langstærsta afhending til þessa á rafsendibílum í Noregi. Fyrir rak pósturinn fjóra VW e-Crafter rafsendibíla og einn Mercedes-Benz eVito. Eftir afhendinguna hefur hlutur rafbíla í póstdreifingu í Noregi aukist stórlega.

Tæp þrjú eru frá því Posten Norge reið á vaðið og prófaði fyrst norskra fyrirtækja kínverska sendibílinn Maxus EV80. Er ekki annað að sjá en frændum okkar hafi líkað gripurinn því fyrir utan jólasendinguna hafði pósturinn áður keypt 22 eintök af bílnum.

Fram til ársins 2025 mun norski pósturinn smám saman breyta bílaflota sínum og mun hann standa saman af hreinorkubílum eingöngu við árslok 2025. Verður kolefnisspor allrar þjónustu póstsins horfið á þeim tíma.

Útreikningar sýna að með tilkomu kínversku rafsendibílanna Maxus EV80 sparist um 400 tonn af gróðurhúsalofti á ári.

Flestir nýju Maxus-bílarnir fara til Óslóar, eða 20 stykki, og 17 fara til Bergen. Rauði rafpóstbíllinn mun einnig rúlla um annað þéttbýli, svo sem Fredrikstad, Drammen, Stafangur, Þrándheim, Álasund og Verdal.

Í Maxus EV80 er að finna alla smíði og allan búnað af nýjustu kynslóð rafsendibíla. Hann er þróaður og smíðaður sem rafbíll frá grunni, en með því hefur náðst að létta eigin þyngd bílsins um 200 kíló. Bíllinn kom fyrst á götuna árið 2019 og er smíðaður í tveimur stærðum. Styttri útgáfan er með 4,8 rúmmetra farangursrými og sú lengri 6,1 metra. Uppgefinn arðfarmur er allt að eitt tonn og drægi bílsins allt frá 200 km til 325 km.

Maxus EV80 kemur úr smiðju kínverska fyrirtækisins SAIC, sem framleiddi sjö milljónir bíla árið 2019 sem dugði til að skipa því til efsta sætis á lista yfir stærstu bílsmiði. Jafnframt var SAIC sjötti stærsti bílsmiðurinn í heiminum árið 2018 og hafnaði í 36. sæti það ár í svonefndri Fortune Global 500 vístitölu.

agas@mbl.is

Ágúst Ásgeirsson

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »