Tvöfalt hjá Toyota

Toyota Corolla var söluhæsti bíll heims árið 2020.
Toyota Corolla var söluhæsti bíll heims árið 2020. mbl.is/Árni Sæberg

Samkvæmt uppgjöri fyrir bílasöluna í veröldinni á nýliðnu ári, 2020, hrósar Toyota tvöföldum sigri.

Í efsta sætinu er Toyota Corolla en af þeim bíl voru 1,13 milljónir nýskráðar á síðasta ári. RAV4 er í öðru sæti á skránni og Honda CR-V í þriðja sæti.

Ford F-150  var í öðru sæti 2019 en kemst ekki meðal 10 söluhæstu 2020. Raunin er sú að í þeim hópi eingöngu bílar frá Asíu og VW.

Corolla seldist í i1.134.262 eintökum sem var 8,8% samdráttur frá árinu áður. RAV4 var annar aðeins tveggja á topp 10 listanum sem bætti við sig í sölu 2020. Seldust af honum 971.516 eintök sem var 1,9% aukning.

Honda CR-V (705.651) endaði einu sæti ofar en árið áður þrátt fyrir 13,2% samdrátt. Fór hann upp fyrir stallbróður sinn Honda Civic (697.945) sem leið 16,3% samrátt. 

Mikill samdráttur varð í sölu Volkswagen Tiguan, eða 18,8% en hann varð samt í fimmta sæti og nýskráð eintök voru 607.121.

Athygli vekur Nissan Sylphy sem hafnaði í sjöunda sæti á nýliðnu ári. Af honum komu  544.376 á götuna sem var 14,4% aukning.

Sæti ofar varð Toyota Camry  sem og færðist upp um eitt sæti frá fyrra ári. Seld eintök 592.648 sem var 13,2% samdráttur.

Í áttunda sæti varð svo Volkswagen Golf sem féll niður um tvö sæti. Salan 492.262 eintök sem var 28,6% samdráttur frá 2019.

mbl.is