Snúa baki við líflegum bílalitum

Brons er á útleið sem bílalitur, samanber liti á nýskráðum …
Brons er á útleið sem bílalitur, samanber liti á nýskráðum bílum í fyrra, 2020.

Tæpur helmingur bíla sem nýskráðir voru á nýliðnu ári er grár og næstvinsælasti bílaliturinn 2020 í Bretlandi er svartur.

Þetta leiðir rannsókn á skráningarskýrslum í ljós en skefur gráa litarins í heildarfjölda nýskráðra bíla reyndist 24,4%. Alls voru 61,7% bílanna einslita.
 
Má því segja að neytendur hafi fjarlægst litskrúðuga bíla. Vinsælasti samsetti liturinn var blár en hann prýddi 17% keyptra bíla í fyrra, sem var 5% aukning frá fyrra ári. Þá var meira keypt af sólrauðum, grænum og gulum bílum miðað við 2019. Jókst sala gulra um 50% milli ára en af heildarmarkaðinum var skerfur gulra bíla þó aðeins 0,4% um áramótin.

Rauðir, silfurgráir og bronsmálaðir bílar hafa fallið mjög að vinsældum.

mbl.is