Sjötti hver tengdur

Skoda Octavia tengiltvinnbíll í rafhleðslu.
Skoda Octavia tengiltvinnbíll í rafhleðslu.

Bakslag kom í bílasölu í fyrra, athafnaári kórónuveirunnar og faraldursins sem hún hefur valdið.

Alls voru 9,9 nýir bílar seldir í Evrópu 2020 sem er 24% samdráttur frá árinu 2019, þ.e.a.s. fækkun upp á um þrjár milljónir bíla.

Ekki varð samdráttur í öllum bílaflokkum, þvert á móti fjölgaði tengiltvinnbílum umtalsvert hlutfallslega. Þannig jókst markaðshlutdeild þessa flokks rafbíla úr 5,7% í 11,9% og skerfur hreinna rafbíla hækkaði úr 3% árið 2019 í 10,5% á nýliðnu ári, 2020.

Enn drottna þó bílar sem brenna jarðefnaeldsneyti á götunum í því hlutfall fólksbíla af því tagi í fyrra var 75% í árslok.

mbl.is