Vill breyta Teslu vegna kattardráps

Systurnar Britney (t.v.) og Jamie Lynn Spears syrgja köttinn sinn.
Systurnar Britney (t.v.) og Jamie Lynn Spears syrgja köttinn sinn.

Bandaríska leik- og sveitasöngkonan Jamie Lynn Spears heldur því fram að Teslabíllin hennar sé leynilegur kattabani og hefur skrifað forstjóranum Elon Musk og beðið hann að breyta bílhönnuninni sem hún segir orsök þess að hún ók yfir kött dóttur sinnar og drap.

Lýsti hún hryggð sinni í myndbandi á samfélagsvefnum Instagram Story en þar segir að kötturinn hafi heitið „Turkey“.

„Ég veit að við höfum að óttast stærri vandamál í veröldinni einmitt núna, en einhver verður að láta Elon Musk vita, að Teslan er leynilegur kattarbani. Það er vandamál sem verður virkilega að bæta úr og leysa,“ segir Spears.

„Við höfum tapað ketti og ég vil ekki segja hversu margir til viðbótar hafa einnig misst. Þeir heyra ekki þegar bíllinn fer í gang og því miður gerast óhöppin. Fólk verður eyðilagt og þetta er sorglegt fyrir alla viðkomandi.

Jamie Lynn er yngri systir poppstjörnunnar Britney Spears. Hún leggur til að eitthvað verði sett í bílinn sem geri það að verkum að frá honum stafi hljóð við gangsetningu og akstur. Það gæti komið í veg fyrir fleiri kattardráp á Teslum.

mbl.is