Kynþokkafullir bílar örva holdlegar fýsnir

Daðrandi par í bíl.
Daðrandi par í bíl.

Rúmlega helmingur breskra bílstjóra (55%) hefur látið undan holdlegri fýsn sinni með lífsförunaut sínum í bílnum. Hlutfallið hækkar í 61% ef aðeins karlar eru spurðir. Tíundi hver sagði fyrirspyrjanda ekki koma það við.

Hins vegar skýtur það nokkuð skökku við að fimmti hver Breti (22%) kveðst unna fararskjóta sínum meir en makanum. Og fjórði hver Breti segist verja meiri peningum í dekur við bílinn en makann.

Í könnun sem gerð var á vegum Auto Trader, stærstu stafrænu netsölu nýrra sem notaðra bíla, kom fram að mest allra Breta glaðnaði fýsn íbúa borgarinnar Sunderland þegar í bílinn var komið. Hvorki fleiri né færri en 80% þeirra sögðust hafa unnið holdlegar dáðir þar.

Á hinum enda skalans í þessum efnum urðu bílstjórar í borginni Cardiff í Wales en aðeins 37% þeirra hafði hlaupið kynferðislegt kapp í kinn í bíl sínum.

Halda mætti að Bretar ættu í ástarsambandi, allavega platónsku, við bíla sína. Tveir af hverjum þremur sögðust elska vélina í bíl sínum og næstum þriðji hver (29%) kvaðst dá bíl sinn vegna stærðarinnar. Rómantíkin er ekki alveg dauð meðal bílstjóra því 27% sögðust gefa bílnum gælunafn. Það skyggir svo annars á allt saman að 18% bílstjóranna sögðust frekar skilja við makann en selja bíl sinn.

Í könnuninni var reynt að draga fram hvort bílar teldust misjafnlega kynþokkafullir hjá breskum almenningi. Svo reyndist vera og þótti Aston Martin DBS Superleggera standa þar öðrum framar, en tíu kynþokkafyllstu bílarnir í augum Breta eru þessir:

Aston Martin DBS Superleggera

Jaguar F-Type

Aston Martin DB4

De Tomaso P72

Ferrai 812 Superfast

Bugatti Chiron

Ford Mustang 390 GT

Chevrolet Corvette

Mercedes-Benz S-Class Coupe

Mercedes-Benz SL300 Gullwing

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »