Nýr rafsendibíll Citroen í forsölu

Rafbíllinn Citroen ë-Jumpy.
Rafbíllinn Citroen ë-Jumpy.

Brimborg kynnir nú glænýjan, langdrægan Citroën ë-Jumpy sem er hreinn rafsendibíll.
Bíllinn er væntanlegur til landsins í apríl og mun Brimborg bjóða hann í tveimur lengdum með 7 ára víðtækri verksmiðjuábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Drægi hans er um 330 km.

 Forsalan á nýja rafsendibílnum er nú þegar hafin í vefsýningarsal nýrra bíla hjá Brimborg.

"Það er einfalt og fljótlegt að hlaða Citroën ë-Jumpy rafsendibíllinn heima, í vinnu og á hraðhleðslustöðvum. Hægt er að fullhlaða drifrafhlöðuna á 4:45 - 7:30 klukkustundum í öflugri heimahleðslustöð og næstum tóma drifrafhlöðuna má hlaða á 32-48 mínútum í 80% drægi í 100 kW hraðhleðslustöð," segir í tilkynningu.

Bíllinn er ríkulega búinn en meðal  staðal-og öryggisbúnaðar er bakkmyndavél með 180° víddarsýn, nálægðarskynjarar að framan og aftan, blindpunktsaðvörun, hraðastillir, öryggispúðar að framan og í hliðum, Bluetooth símabúnaður, ökumannssæti með armpúða, 7″ margmiðlunarslljár í mælaborði, varadekk og fjarstýrð forhitun.

 Citroën ë-Jumpy er með heilu þili milli hleðslurýmis og farþegarýmis með glugga og 180° opnun á afturhurðum. Citroën ë-Jumpy er fáanlegur með ýmsum aukabúnaði t.d með krossvið í gólfi hleðslurýmis og með rennihurð á báðum hliðum.

Citroën ë-Jumpy rafsendibíll er fáanlegur í tveimur lengdum; millilangur og langur. Rúmmál hleðslurýmis er allt að 6,6 m3 með fellanlegu sæti og lúgu á þili til að flytja lengri hluti. Bíllinn  kostar frá 5.190.000 kr.

Rafbíllinn Citroen ë-Jumpy.
Rafbíllinn Citroen ë-Jumpy.
Rafbíllinn Citroen ë-Jumpy.
Rafbíllinn Citroen ë-Jumpy.
Rafbíllinn Citroen ë-Jumpy.
Rafbíllinn Citroen ë-Jumpy.
mbl.is