Porsche setur heimsmet innanhúss

Leh Keen við Porscheinn góða.
Leh Keen við Porscheinn góða.

Menn eiga því ekki að venjast að keppt sé innanhúss á venjulegum bílum en nú hefur Porsche Taycan eignast nýtt heimsmet undir þaki.

Við flettingu heimsmetabókar Guinness rakst bandaríski ökumaðurinn Leh Keen, sem keppir  í einni af vinsælustu akstursíþróttum Bandaríkjanna, USCAR, rakst hann á frétt sem greindi frá meti finnska ökumannsins Mikko Horvinnen.

Finninn sá spretti úr spori á spænskum Crosscart í Expo-miðstöðinni í Helsinki fyrir átta árum á og kom klári sínum á 140 km/klst ferðhraða. Er Leh last um hið óvenjulega afrek Hirvonen ákvað hann að reyna við metið á Porsche 911 GT America í USCAR-mótunum.

Fékk hann bílsmiðinn Porsche með sér í verkefnið sem lagði honum til ljósbláan Taycan til mettilraunarinnar. Ekkert minna dugði en  stærsta sýningarhöll Bandaríkjanna, Convention Center í New Orleans.

Þar fann hann nógu stóra aðstöðu til mettilraunarinnar en leist þó ekki alveg á blikuna því salargólfið var gljáfágað og halt sem ís. Og skammt handan endamarksins var steinsteyptur veggur sem sýndi enga miskunn ef of seint væri bremsað!

Reglurnar kveða á um að bíllinn skuli vera kyrrstæður þegar rásmerki er gefið og tímaklukkan er ekki stöðvuð fyrr en bíllinn er aftur kyrrstæður. Góðar bremsur eru því í meira lagi nauðsynlegar og enginn hörgull var á bremsuafli Taycansins og 2,6 sekúndna upptak í hundraðið kom að góðu gagni.
   
Leh Keen sagðist aldrei hafa horft á hraðamælinn heldur á hinn fyrirfram ákveðna bremsupunkt sinn. Bætti hann metið stórum því hann fór hraðast á 165,2 klst. Til samanburðar náði Mikko Hirvonen 140 km/klst ferð.

Það er til efs að menn leggi í  leiðangur til að finna enn stærri sýningarhallir undir þaki til að bæta met Keen. Fer þá dæmið að snúast um að það er húsið sem setur metið - en ekki bíllinn, ef svo mætti segja.

Leh Keen á leið til nýja hraðametsins innanhúss.
Leh Keen á leið til nýja hraðametsins innanhúss.
Leh Keen við Porscheinn góða. Til hægri spyrnir hann af …
Leh Keen við Porscheinn góða. Til hægri spyrnir hann af stað.
Metbíllinn í salarkynnum stærstu sýningarhallar í Bandaríkjunum; Convention Centre í …
Metbíllinn í salarkynnum stærstu sýningarhallar í Bandaríkjunum; Convention Centre í New Orleans.
mbl.is