Frumsýna tvo nýja MG bíla á netinu

MG sendir senn frá sér tvo splunkunýja rafbíla.
MG sendir senn frá sér tvo splunkunýja rafbíla. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Hægt verður næstkomandi þriðjudag, 16. mars klukkan 10 fyrir hádegi að fylgjast með frumsýningu tveggja nýrra rafbíla frá breska bílsmiðnum MG í beinni útsendingu á netinu.

Frumsýningin verður á samfélagsvefnum YouTube og þar munu Matt Lei forstjóri MG Motor í Evrópu og Mike Belinfante yfirmaður almannatengsla MG í Evrópu, greina frá næstu skrefum í markaðssókn MG í álfunni.

Við þetta sama tækifæri frumsýna Lei og Belinfanta tvo nýja 100% rafbíla sem framleiðandinn setur á Evrópumarkað á árinu og væntanlegir eru til BL, Sævarhöfða.

Það er ekki á hverjum degi sem framleiðandi kynnir samtímis til leiks tvo splunkunýja bíla sem koma á markað alveg á næstunni.

mbl.is