Kia kynnir nýja hönnunarstefnu með EV6

Rafbíllinn Kia EV6.
Rafbíllinn Kia EV6.

Kia kynnti í vikunni nýja hönnunarstefnu sína sem mun marka stefnuna fyrir rafbíla Kia í framtíðinni. Þessi nýja stefna kemur fram í nýjum bíl Kia EV6 sem er fyrsti bíllinn af nýrri kynslóð rafbíla Kia.

„Hönnunarheimspeki Kia sækir í andstæður sem finnast í náttúrunni og orku hennar. Hönnunin er djörf og framsækin í takt við þær spennandi nýjungar sem rafbílar kalla fram,“ segir í tilkynningu.

Kia EV6 er sportlegur jepplingur og hreinn rafbíll. Þetta er fyrsti bíll Kia sem byggður er á nýjum og háþróuðum E-GMP undirvagni sem er sérstaklega hannaður fyrir rafbíla. Þessi nýi undirvagn verður notaður í næstu kynslóðir Kia rafbíla.

„Með nýjum EV6 vildum við búa til einstaka og áhrifamikla hönnun með því að nota sambland af fágun og tækni. Við teljum að EV6 sé aðlaðandi og spennandi bíll fyrir rafbílamarkaðinn,“ segir Karim Habib, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Kia. Nýr Kia EV6 verður heimsfrumsýndur síðar í mánuðinum.

Stílfagur rafbíllinn Kia EV6.
Stílfagur rafbíllinn Kia EV6.
mbl.is