Lexus hraðar rafframtíð með LF-Z þróunarbílnum

Lexus LF-Z þróunarbíllinn markar nýjan áfanga í rafbílaþróun og smíði …
Lexus LF-Z þróunarbíllinn markar nýjan áfanga í rafbílaþróun og smíði Lexus.

Lexus svipti í gær nýjan þróunarbíl hulunni, en hann er táknrænn fyrir næstu kynslóð Lexusbílsins. Hefur japanski lúxusbílasmiðurinn ákveðið að hraða rafframtíð bíla sinna.

Frumsýning „LF-Z Electrified“ eins og hann nefnist, eða „LF-Z rafmagnaður“ fór fram á netinu en hann leikur stórt hlutverk í bílaframleiðslu Lexus sem kveðst munu koma með 20 ný eða umbreytt bílamódel á markað fyrir árslok 2025.

Þar á meðal verða hreinir rafbílar sem fá orkuna úr rafgeymum (BEV), tengiltvinnbílar (PHEV), tvinnbílar (HEV). 

Frá því RX 400h kom til skjalanna sem fyrsti rafdrifni lúxusbíll veraldar hafa viðskiptavinir Lexus keypt næstum tvær milljóna rafvæddra bíla fyrirtækisins sem nú býður upp á níu mismunandi rafmódel.

Á athafnasvæði ökumanns Lexus LF-Z þróunarbílsins.
Á athafnasvæði ökumanns Lexus LF-Z þróunarbílsins.
Aftursæti Lexus LF-Z þróunarbílsins. Gætu átt eftir að taka breytingum.
Aftursæti Lexus LF-Z þróunarbílsins. Gætu átt eftir að taka breytingum.
Stílfagur og flottur nýi Lexus LF-Z rafbíllinn.
Stílfagur og flottur nýi Lexus LF-Z rafbíllinn.
mbl.is