Innkalla Cooper dekk

Framleiðslulína Cooper Tires.
Framleiðslulína Cooper Tires.

Neytendastofu hefur borist tilkynning um innköllun á bíldekkjum frá framleiðandanum Cooper Tire & Rubber Company vegna hættu sem skapast getur í tengslum við öryggi bifreiða.

Um er að ræða vandamál við framleiðslu dekkja á tímabilinu 1. febrúar 2018 til 1. desember 2019. Dekk geta þróað með sér bungur eða slit í hjólbarða dekksins. Ef ekki er komið auga á vandamálið getur það leitt til þess að loftþrýstingur í dekkinu falli og getur dekkið mögulega sprungið, sem getur leitt til þess að ökumaður missi stjórn á bifreiðinni, segir á vefsíðu Neytendastofu.

Samkvæmt upplýsingum frá N1 á innköllunin aðeins til tveggja dekkjastærða Cooper og hafa þau sem til voru á lager verið tekin úr umferð. Haft hefur verið samband við þá sem keyptu dekkin og þeim eru boðin ný dekk.

Á Íslandi voru seld samtals 128 dekk hjá Icetrack í Hafnafirði og hjá N1 á Dalvegi í Kópavogi.

mbl.is