Audi höfðar til massans

Miklar vonir eru bundnar við hinn nýja Audi Q4 e-tron.
Miklar vonir eru bundnar við hinn nýja Audi Q4 e-tron.

Í Noregi eru menn hvattir til að gera sig klára fyrir innrás nýrra rafbíla á árinu, en margir þeirra með langt drægi og hraðhleðslu sem gerir þá heppilega sem fyrsta fjölskyldubílinn.

Meðal þeirra sem ætla hasla sér völl á norska rafbílamarkaðinum, sem lengi hefur verið sá stærsti í heimi, er Audi. Og það með bíl sem ólíkt þeim fyrri hefur meiri skírskotun en áður.

Fyrstu Volkswagen ID.4 bílarnir eru komnir á norskar götur, Enyaq er kominn sömuleiðis í sýningarsali umboða en margir bíða eftir rafbílunum Mustang Mach E og Tesla Model Y.

Fáum blandast hugur um ágæti hins nýja Audi Q4 e-tron og honum er spáð meiri velgengni en öðrum þegar hann kemur á götuna í sumar. Þar er ekki bara um eitt módel að ræða, heldur þrjár mismunandi útgáfur og tvær ólíkar yfirbyggingar. Aflrásin er þriggja styrkleika, frá 170 hestöflum upp í 299 hesta, með afturhjólsdrifi eða drifi á öllum fjórum hjólum.

Helstu mál bílsins eru 4,599 metra að lengd, 1,865 metrar á breiddina og hæðin er 1,632 metra. Hjólahafið er 2,76 metrar. Farþegaklefinn þykir rúmgóður en bíllinn er byggður upp af nýjum MEB-undirvagni. Farangursgeymslan er 520 lítra og 1.490 séu aftursætin lögð niður. Í Q4 Sportback e-tron bílnum er farangurshólfið 515 lítra og stækkanlegt í 1.460 lítra.

mbl.is