Fjölskyldupakki frá Mercedes

Mercedes-Benz EQB lætur lítið yfir sér.
Mercedes-Benz EQB lætur lítið yfir sér.

Mercedes er að koma með á markað nýjan sjö sæta rafknúinn fjölskyldubíl að nafni EQB sem þykir uppfylla alls kyns óskir og kröfur sem gerðar eru hvað flutningsmöguleika og mismunandi akstursþarfir snertir.

Það telst bíl þessum til ágætis að í öftustu sætaröðinni geta menn allt að 165 sentimetrar á hæð látið fara nokkuð vel um sig í sætunum tveimur.

Bíllinn leynir á sér, virðist fyrirferðarminni en hann er í raun og veru og rýmið gott fyrir sjö manna bíl að vera. Hámarksstærð farangursrýmisins er 1.710 lítrar. Málin eru annars þau að EQB er 4,684 metrar að lengd, 1,834 á breidd og 1,667 á hæð.

Mercedes EQB er þriðji rafbíllinn frá fyrirtækinu í ár. Hann kemur fyrir almenningssjónir í fyrsta sinn á bílasýningunni í Sjanghæ í Kína nú í apríl og kemur á götuna þar í landi í sumar, en þar er EQB smíðaður.

Evrópuútgáfa bílsins kemur einnig á götuna nú í ár en í Bandaríkjunum verður hann ekki kynntur fyrr en á næsta ári, 2022.

Raforkuþörf EQB verður 16,2 kílóvattstundir á hverja 100 kílómetra og drægið 478 km. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »