Frístundatólasamstæða Cullinan

Rolls-Royce hefur framleitt sérhannaða samstæðu undir frístundatól
Rolls-Royce hefur framleitt sérhannaða samstæðu undir frístundatól

Rolls-Royce hefur framleitt sérhannaða samstæðu undir frístundatól er tryggir að bíleigendur njóti lúxus sem hæfir Cullinan módelinu.

Skúffurnar skraddarasniðnu renna inn í gólf farangursrýmis bílsins og dyljast þar. Þær eru rafdrifnar og opnast 48 lítra skápur með því einu að þrýsta á hnapp í stjórnklefa bílsins.

Hvert hólf í honum getur verið sniðið að persónulegum óskum kaupanda Rolls-Royce Cullinan. Hvort þar sé um að ræða fyrir ljósmyndavélar, spjaldtölvur eða önnnur tæki og tól til útivistar eða hverskyns athafna er að ræða.

Frístundatólasamstæðuna má annars útfæra sem hver vill með því t.d. að taka einstök skúffuhólf út og geyma til síðari nota.

mbl.is