Rafmagnaður fjölskyldubíll á leiðinni frá VW

Forsvarsmenn Volkswagen frumsýna ID.4 GTX á netinu.
Forsvarsmenn Volkswagen frumsýna ID.4 GTX á netinu.

Heimsfrumsýning á nýjum fjórhjóladrifnum og hreinum rafbíl Volkswagen, ID.4 GTX, fór fram á netinu í gær. Forsala hóst á honum í sýningarsal Heklu  á netinu en hann kostar frá  6.990.000 krónum.  

Í fréttatilkynningu frá Volkswagen samsteypunni segir að mikið hafi  verið kallað eftir fjórhjóladrifnum alrafmögnuðum fjölskyldubílum á góðu verði.

„Það er okkur sönn ánægja að geta nú uppfyllt þær óskir“, segir Jóhann Ingi Magnússon vörumerkjastjóri Volkswagen á Íslandi við þetta tækifæri og bætti við að fyrstu bílarnir munu verða afhendir nýjum eigendum í sumar.

Á næstu vikum mun Volkswagen á Íslandi fá fjórhjóladrifinn sýningarbíl. Þangað til er hægt að prufukeyra ID.4 sem er nú þegar í sölu.

VW samsteypan stefnir að kolefnalausri bílaframleiðslu í síðasta lagi 2050 og munu nýir rafbílar hjálpa til við þá áskorun. Stefnan hefur verið sett á að ná losun koltvíildis niður um 40% í Evrópu árið 2030.

Frá frumsýningu Volkswagen ID.4 GTX á netinu.
Frá frumsýningu Volkswagen ID.4 GTX á netinu.
Frá frumsýningu Volkswagen ID.4 GTX á netinu.
Frá frumsýningu Volkswagen ID.4 GTX á netinu.
mbl.is