Frumsýnir breyttan rafbílinn MINI Cooper SE

Rafbílinn MINI Cooper SE verður frumsýndur hjá BL um helgina.
Rafbílinn MINI Cooper SE verður frumsýndur hjá BL um helgina.

BL við Sævarhöfða kynnir á morgun, laugardaginn 8. maí milli kl. 12 og 16, uppfærða útgáfu hins snaggaralega rafbíls MINI Cooper SE. Hann er framhjóladrifinn með 184 hestafla rafmótor sem skilar 270 Nm togi og skilar bílnum á rúmum sjö sekúndum úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Rafhlaðan er 33 kW og er drægi bílsins um 233  km samkvæmt mælistaðlinum WLTP.

Helstu breytingar sem orðið hafa á bílnum frá því að hann var fyrst kynntur í janúar á síðasta ári eru auk gerðarheitisins, sem er í dag Classic trim, að bíllinn hefur fengið nýja hönnum á aðalljósum að framan og að aftan eru Union Jack afturljósin með bresku fánalitunum nú meðal staðalbúnaðar.

Vandaðra farþegarými

Í farþegarými MINI Cooper SE er komið uppfært mælaborð, 8,8“ snertiskjár og nýtt stýrishjól  auk nýrrar stemningslýsingar í rýminu. Þá eru sætin og sætisefnin einnig ný, þar sem samsetning leðurs og taus er staðalbúnaður og val um leðursæti.

Þá hefur staðalbúnaður MINI Cooper SE einnig verið aukinn frá fyrstu útgáfu. Meðal annars er leiðsögukerfi með Íslandskorti nú meðal staðalbúnaðar auk Apple CarPlay, þráðlauss símahleðslu og hleðslusnúru (Type 2) og upphitaðs stýrishjóls. Þá eru svartar 16” álfelgur einnig staðalbúnaður auk varmadælu og háglans Piano glans útlitpakka svo fátt eitt sé nefnt.

Hreinn MINI

MINI Cooper SE nýtur fjölmargra tæknilausna og reynslu frá móðurfyrirtækinu BMW. Þyngdarpunktur er t.d. mjög lágur vegna staðsetningar rafhlöðunnar neðst í undirvagninum og eru aksturseiginleikar þessa lágreista borgarbíls því sérlega skemmtilegir og snarpir eins og í sportbíl. Hægt er að kynna sér nánar ríkulegan staðalbúnað MINI Cooper SE á bl.is.

Rafbílinn MINI Cooper SE verður frumsýndur hjá BL um helgina.
Rafbílinn MINI Cooper SE verður frumsýndur hjá BL um helgina.
mbl.is