Græn Mokka-e frumsýnd

Opel hefur markað sér sterka stöðu á rafbílamarkaðnum.
Opel hefur markað sér sterka stöðu á rafbílamarkaðnum.

Mikil samkeppni ríkir í rafbílaheiminum og þar hefur þýski bílaframleiðandinn Opel markað sér bás. Nú á dögunum kynnti fyrirtækið  til sögunnar 100% rafbílinn Mokka-e, sem sagt er að marki tímamót á rafmagnaðri vegferð Opel.

Mun Mokka-e leggja línurnar fyrir það sem einkenna mun framleiðsluna á næstu árum. Þá segir einnig að Mokka – e sé nýtt og afgerandi framlag Opel í þróun rafbílatækninnar til framtíðar.  

Í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna, umboðsaðila Opel á Íslandi, kemur fram að 100% rafbíllinn Mokka, endurspegli enn eitt risaskrefið sem fyrirtækið stígir í átt að heilnæmum og grænum heimi. Mokka-e hafi og vakið mikla athygli bílagagnrýnenda.

„Já, það er sannarlega stuð í rafbílaframleiðslunni hjá Opel og það segir sína sögu að Mokka-e fór beint í úrslit á lista íslenskra bílablaðamanna við val á bíl ársins á Íslandi, sem nú stendur yfir,“ segir Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna.

„Þetta er rafbíllinn sem margir hafa beðið eftir, langdrægur og einstaklega þægilegur í umgengni; með háa sætisstöðu, góða veghæð og alla hugsanlega tækni innan seilingar ökumanns,“ segir Benedikt.

Frumsýningin á Opel Mokka  stendur frá kl. 12:00 til 16:00 á morgun, laugardag

mbl.is