Firnamikil hröðun Uglunnar

Aspark Owl er líkast til hraðskreiðasti bíll heims.
Aspark Owl er líkast til hraðskreiðasti bíll heims.

Ekki er langt síðan hröðun rafbíla var ekki beinlínis rafmögnuð hvað snerpu varðar. Mikið hefur breyst á nokkrum árum, frá því Nissan Leaf kom fyrst á markað, hvað tækni og rafgeyma varðar.

Leaf stendur áfram fyrir sínu enda hefur hann einnig þróast talsvert á sínu skeiði.

Breska bílaritið Autocar hefur tekið saman lista yfir 12 hraðskreiðustu rafbílana. Byggir hann á þeim upplýsingum sem seljendur lofa kaupendum er þeir aka burt úr viðkomandi bílaumboði.

Á listanum eru bílar sem ekki eru enn komnir á götuna en eru væntanlegir á næstu mánuðum.

Langhraðskreiðastur reyndist sportbíll að nafni Aspark Owl. Uppgefin hröðun úr kyrrstöðu í hundraðið aðeins 1,72 sekúndur. Takmarkið með smíði Uglunnar var að framleiða hraðskreiðasta rafbíl sögunnar.

Virðist ekki betur en það sé höfundum Uglunnar að takast en bíllinn hefur verið í þróun í nokkur ár. Hugmyndaeintak leit dagsins ljós 2017, frumgerð tveimur árum síðar og framleiðsla var svo hafin í fyrra, árið 2020. Hann er framleiddur hjá MAT í Tórínó á Ítalíu (Manifattura Automobili Torino). Framleidd verða aðeins 20 eintök og er listaverðið 2,5 milljónir evra eintakið, eða um 310 milljónir íslenskra króna.

Listinn yfir hraðskreiðustu rafbílana er sem hér segir, í öfugri röð:

* Audi RS E-tron GT Quattro 3,1 sek.

* Tesla Model 3 3,1 sek.

* Lotus Evija 2,9 sek.

* Nio EP9 2,7 sek.

* Porsche Taycan Turbo S 2,6 sek.

* Tesla Model X Plaid 2,5 sek.

* Faraday Future FF91 2,2 sek.

* Pininfarina Battista 2,0 sek.

* Tesla Model S Plaid 1,99 sek.

* Tesla Roadster 1,9 sek.

* Rimac C Two 1,85 sek.

* Aspark Owl 1,72 sek.

agas@mbl.is

Aspart Owl.
Aspart Owl.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: