Hummerinn brann til kaldra kola

Tæpast verður þessum bíl ekið framar.
Tæpast verður þessum bíl ekið framar. Ljósmynd/Citrus C

„Flytjið ekki bensín í plastpokum,“ sagði neytendaöryggisstofnunin USCPSC í Bandaríkjunum á samfélagsvefnum Twitter og það ekki að ástæðulausu.

Maður nokkur sem hamstraði bensín varð fyrir því að eldur komst í tæri við farminn með þeim afleiðingum að stærðar bál hlaust af og fínasti Hummer-jeppi gjöreyðilagðist.

Atvikið átti sér stað við Citgo-bensínstöðina í Homosassa í Flórída síðastliðinn miðvikudag. Kaupæði greip um sig á svæðinu vegna orðróms um yfirvofandi bensínskort. Eigandi jeppans fyllti fjóra 20 lítra brúsa og setti í farangurshólfið. Hugsaði hann sér gott til glóðarinnar og þóttist nú viss um að verða ekki uppiskroppa með bensín.

Eigi liggur fyrir hvað olli því að eldur braust út rétt eftir að ökumaður var sestur inn í bílinn og byrjaði að rúlla af stað. Skyndilega stóð hann í ljósum logum. Maðurinn komst með naumindum út og slasaðist en þó ekki lífshættulega. Afþakkaði hann aðstoð læknis á vettvangi, að sögn blaðsins Citrus County Chronicle.

Eitthvað er bensínið talið viðriðið eldsvoðann en vefsetrið Reddit segir ökumanninn hafa kveikt sér í sígarettu er hann var að hefja aksturinn. Bensíngufur hafi verið það þéttar að sprenging varð. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »