Hvarfakútaþjófum gert erfiðara fyrir

Verðmæti er að finna í hvarfakútum.
Verðmæti er að finna í hvarfakútum. Ljósmynd/Wikipedia.org

Þjófnaður á hvarfakútum undan bílum er mikið vandamál í Bretlandi. Nú hefur Toyota snúið vörn í sókn og gerir ræningjunum erfiðara fyrir, en þeir hafa aldrei verið eins stórtækir og í fyrra.

Japanski bílsmiðurinn hefur ákveðið að brúka rúmlega milljón sterlingspunda til að verjast kútastuldi undan eldri bílum. Toyota hefur fengið til liðs við sig lögregluna, öryggisfyrirtækið Smartwater og bíleigendafélagið AA. Í samstarfinu munu þau dreifa í fyrstu atrennu 50.000 kippum af útbúnaði til að merkja yfir 100.000 kúta í Lexus- og Toyota-bílum.

Eðalmálmar í gömlum kútum

Þjófar leggjast á hvarfakúta vegna verðmætra málma sem í þeim er að finna og gegna því hlutverki að hreinsa útblástur og minnka þannig mengun. Þessa málma má endurvinna ólöglega eða selja í hagnaðarskyni. Í nýrri bílum eru kútarnir annarrar hönnunar og ekki eins áhugaverðir fyrir þjófa.

Verðmætastir eru hvarfakútar tvinnbíla og eru þeir því eftirsóttir hjá skipulegri glæpastarfsemi. Þar á meðal eru bílar eins og Auris og Prius. Öryggismerkingarnar sem nú standa fyrir dyrum eru ósýnilegar en hægt er að rekja þær hafi bíl með þeim búnaði verið stolið. Þar með eru þeir líka berskjaldaðir sem versla með og hafa milligöngu um illa fengna kúta í glæpakeðjunni.

„Þjófnaður á hvarfakútum er stóralvarlegt mál og veldur miklu tilfinningaróti og fjárhagslegu tjóni hjá eigendum,“ sagði Rob Giles, þjónustustjóri hjá Toyota í Bretlandi, við bílaritið Autocar.

agas@mbl.is

Ágúst Ásgeirsson

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »