Leiftur inn í framtíðina

Þróunarrafbíllinn Audi A6 e-tron sýnir hvað koma skal.
Þróunarrafbíllinn Audi A6 e-tron sýnir hvað koma skal.

Ekki velja allir sér jeppa eða frístundafák (SUV) en þróunarbíllinn Audi A6 e-tron veitir leiftursýn, gefur forsmekk, á rafbíl í stærðarhópnum A6/A7/A8. Hann er byggður upp af nýjum undirvagni fyrir rafbíla.

Undirvagn sá (PPE) verður grunnur fyrir fjölda nýrra háþróaðra bíla frá og með 2022. Hann er þróaður hjá Audi-fyrirtækinu en mun verða brúkaður undir skara framtíðarmódela Volkswagen-samsteypunnar. Býður hann að því er talið er upp á 800 volta fyrirkomulag sem býður upp á hraðhleðslu og mikið drægi.

Undirvagn þessi er úr einingum sem bjóða upp á mismunandi útfærslur fyrir bíla í ólíkum stærðarflokkum og mismunandi veghæð. Nýtist hann því jafnt fyrir stóra jeppa sem smáa og stallbaka.

Þróunarbíllinn sem var til sýnis á alþjóðlegu bílasýningunni í Sjanghæ í apríl er, eins og nafnið gefur til kynna, arftaki núverandi A6. Sá nýi verður hreinn rafbíll og hið eina sem þeir eiga sameiginlegt eru stærðarmálin. Hann er 4,96 metrar á lengd, 1,96 á breidd og 1,44 á hæð. Rætt er um að drægi hans verði allt að 700 kílómetrar.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: