Mazda fagnar 15 árum hjá Brimborg

Mazda CX30.
Mazda CX30.

Mazda fagnar 15 árum hjá bílaumboðinu Brimborg með veglegum afmælistilboðum sem gilda út júní.

„Mazda bílar hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi og eru þeir í sérflokki hvað varðar hönnun og framúrskarandi gæði enda hefur Mazda hlotið yfir 350 verðlaun fyrir hönnun og nýsköpun,“ segir í tilkynningu.

Brimborg býður alla nýja Mazda bíla með 5 ára ábyrgð. Ábyrgðin er víðtæk verksmiðjuábyrgð sem gildir fyrir fólksbíla Mazda. Með reglulegri þjónustu og 5 ára ábyrgð nýrra Mazda bíla tryggja eigendur Mazda sér meira öryggi, lægri rekstrarkostnað, hærra endursöluvirði og hraðari endursölu.

Í tilefni afmælisins býður Brimborg einnig hærra uppítökuverð á notuðum Mazda upp í nýja Mazda.

mbl.is