Rafbílaæði í Þýskalandi

Hinir nýju ID.4 rafbílar Volkswagen styrkja stöðu bílrisans á rafbílamarkaði.
Hinir nýju ID.4 rafbílar Volkswagen styrkja stöðu bílrisans á rafbílamarkaði.

Þjóðverjar voru lengi seinteknir sem kaupendur rafbíla en nú er aldeilis að verða breyting þar á og þeir hafa bitið á agnið sem fyrir þá var egnt með ívilnunum og niðurgreiðslum.

Það hefur mælst vel fyrir því á fyrstu fjórum mánuðum ársins var greiddur út tæplega milljarður evra sem þiggjendur brúkuðu til að lækka mótframlag sitt við rafbílakaup.

Nam styrkurinn allt að 9.000 evrum til kaupa á hreinum rafbíl og 6.750 evrum fyrir tvinnbíla. Þess meðborgun mun standa til boða til ársins 2025.

Upphæðin fram til aprílloka er hærri en greitt var allt árið í fyrra. Á þessum fjórum mánuðum hafa verið keyptir 174.000 hreinir rafbílar og tvinnbílar. agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina