Býður reynsluakstur um land allt

Áfangastaðir Heklu-bílanna í hringferðinni.
Áfangastaðir Heklu-bílanna í hringferðinni.

Næstkomandi mánudag, 6. júní, leggur bílaumboðið Hekla  land undir fót
í nýstárlega sumarferð. Á fimm dögum verður viðdvöl höfð í þrettán bæjum umhverfis landið til að sýna vistvæna fararskjóta og bjóða fólki upp á reynsluakstur.

Sumarferðinni lýkur svo þar sem hún byrjaði, í höfuðstöðvum Heklu á Laugavegi. Þar verður slegið upp sumarhátíð með pompi og prakt.

Fjórir rafmagnsbílar og einn tengiltvinnbíll verða með í för en það verða Audi e-tron 55, Volkswagen ID.3 og ID.4 og Skoda Enyaq en á þeim öllum er hámarksdrægi yfir 400 kílómetrar. Svo er það tengiltvinnbíllinn Mitsubishi Eclipse Cross PHEV.

Á meðan ekið verður um landið verður hægt að panta reynsluakstur á heimasíðu Heklu og þá stoppar lestin í hlaðinu heima hjá viðkomandi.

„Um er að ræða afar spennandi tilraunarverkefni,“ segir Hjördís María Ólafsdóttir vörumerkjastjóri hjá Heklu. „Við stoppum í þrettán bæjum en á leiðinni ætlum við að prófa nýjung. Fólki sem býr við þjóðveginn þar sem við förum um eða í nálægð áfangastaðanna býðst kostur á að panta reynsluakstur á heimasíðu okkar. Ef bíllinn sem þú hefur áhuga á er laus, stoppum við hjá þér og bjóðum á rúntinn. Það er stór mynd merkt sumarferðinni á forsíðu hekla.is sem ætti ekki að fara fram hjá neinum með nánari upplýsingum og eyðublaði fyrir reynsluaksturinn.“

Gangi þetta tilraunaverkefni vel þá hefur Hekla hug á að halda áfram að heimsækja byggðir landsins og fara á þau svæði sem ekki nást í þessum fyrsta hluta.

„Fyrstur kemur fyrstur fær“, bætir Hjördís við. „Því fyrr sem þú óskar eftir reynsluakstri því meiri líkur á að þú fáir þann bíl sem þú óskar eftir á þeim tíma sem hentar þér. Við staðfestum svo tímasetningu og hringjum áður en við rennum í hlað“, segir Hjördís að lokum.

Áfangastaðir á leiðinni vera sem hér segir:

Mánudagur
1. Borgarnes: 11:00-12:30 > N1
2. Blönduós: 15:30-16:30 > N1
3. Sauðárkrókur: 18:00-19:00 > Bílaverkstæði K.S.

Þriðjudagur
4. Siglufjörður: 9:00-10:00 > Olís
5. Akureyri: 12:00-14:00 > Bílasala Hölds
6. Húsavík: 16:00-18:00 > Orkan
7. Mývatn: 20.00 > ON Fosshótel

Miðvikudagur
Egilsstaðir: 9:00-11:00 > Bílaverkstæði Austurlands
Reyðarfjörður: 12:00-13:00 > Olís
Höfn í Hornafirði: 17:00-19:00 > Olís

Fimmtudagur
Kirkjubæjarklaustur: 11:00-12:00 > N1

Föstudagur
Vestmannaeyjar: 11:00-12:00 > Nethamar
Selfoss: 16:30-17:30 > Bílasala Selfos

Audi e-tron 55
Audi e-tron 55
Skoda Enyaq
Skoda Enyaq
Volkswagen ID.3
Volkswagen ID.3
Volkswagen ID.4
Volkswagen ID.4
Mitsubishi Eclipse Cross
Mitsubishi Eclipse Cross
mbl.is