Raf-raketta tvær sekúndur í hundraðið

Automoboli Estrema.
Automoboli Estrema.

Góðar líkur eru á því að þú, lesandi góður, hafir aldrei heyrt um ítalska bílamerkið Automoboli Estrema. Framleiðandinn hefur nú kynnt nýjan ofurrafbíl sem mun afmá keppinautana af yfirborðinu, ef svo mætti segja.

Meira en nóg virðist aflið á fullhlöðnum fastefnisrafgeymi bílsins eða heil 2.040 hestöfl, eigi menn að trúa því sem sagt var er bíllinn var kynntur á bílasafninu í Tórínó. Með það úr að spila er Estrema Fulminea aðeins tvær sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið en til að mynda eru keppnisbílar úr formúlu-1 svifaseinni á sprettinum. Mun þá reyna verulega á drifrásina en til að létta bílnum álagið dreifist það á fjóra rafmótora við hvert hjól.

Til að undirstrika snerpu bílsins enn frekar er hann sagður ná topphraða eða 350 km/klst. á innan við 10 sekúndum. Vissulega glæsileg og ógnvekjandi rennireið, ekki síst afturendinn en besti hluti bílsins er rafgeymispakkinn. Automobili Estrema segir hann tvíþættan og að hann samanstandi af bæði ofurskilvirkum storkuþéttum og fastefnissellum.

Í þágu jafnrar þyngdardreifingar verður hvorum hluta rafgeymispakkans komið fyrir á tveimur stöðum í bílnum í afar léttum kassa úr koltrefjaefni. Automobili Estrema segir pakkann í heild vega aðeins 300 kíló og vera af áður óheyrðri rafþéttni, 500 kílóvött. Samanlögð afköst beggja hluta pakkans eru 100 kílóvattstundir og hlaða má bílinn úr 10% í 80% hleðslu á innan við kortéri með hraðhlöðu.

Þá segir ítalski bílsmiðurinn að heildarþyngd Estrema Fulminea verði um 1.500 kíló sem er ofurlétt í samanburði við aðra rafbíla. Heiti Estrema Fulminea vísar til anda hönnunarinnar. Eldingin endurspeglar raforku, hraða og hreinorku en orðið fulminea þýðir á eldingarhraða. Af þessum áhugaverða bíl verður aðeins smíðað 61 eintak, nái áform höfundanna fram að ganga en eintakið kostar jafnvirði um 250 milljóna króna.

agas@mbl.is

Automoboli Estrema er sannkölluð raketta.
Automoboli Estrema er sannkölluð raketta.
Automoboli Estrema er sannkölluð raketta.
Automoboli Estrema er sannkölluð raketta.
Automoboli Estrema er sannkölluð raketta.
Automoboli Estrema er sannkölluð raketta.
Automoboli Estrema er sannkölluð raketta.
Automoboli Estrema er sannkölluð raketta.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »