Bylting í bæjarsnattið

Rafsnattinn Citroen Ami, eða Vinur.
Rafsnattinn Citroen Ami, eða Vinur.

„Brimborg kynnir í dag, föstudaginn 11. júní, í Citroën salnum á Bíldshöfða krúttlega rafsnattann Citroën AMI sem er sannkölluð bylting til snatts innan borga og bæja og smellpassar við aðra ferðakosti.“

Þannig segir í tilkynningu frá Brimborg um nýjan tveggja manna, fjórhjóla, rafdrifinn, yfirbyggðan smábíl eða með öðrum orðum rafsnatta. Er hann hugsaður til stuttra snúninga í þéttbýli en hann dregur 75 km á rafhleðslunni og hámarkshraðinn er 45 km.

Citroën nefnir bílinn hins vegar Vinur, eða Ami eins og rafsnatti getur svo sem verið.

Citroën AMI er agnarsmár eða aðeins 2,41 m á lengd og 1,39 m á breidd. Hann er sérhannaður til borgaraksturs. Rafhlaðan er 5,5 kílóvattstundir og rafmótorinn 6 kílóvött. Vegur bíllinn aðeins 420 kg. Hann fullhleðst á þremur klukkustundum og ekki þarf sérstaka hleðslustöð heldur er innbyggða hleðslusnúran einfaldlega útdregin úr hurðarfalsi og stungið í samband við venjulegan tengil.

Rafsnattinn Citroen Ami, eða Vinur.
Rafsnattinn Citroen Ami, eða Vinur.
Rafsnattinn Citroen Ami, eða Vinur.
Rafsnattinn Citroen Ami, eða Vinur.
Rafsnattinn Citroen Ami, eða Vinur.
Rafsnattinn Citroen Ami, eða Vinur.
Rafsnattinn Citroen Ami, eða Vinur.
Rafsnattinn Citroen Ami, eða Vinur.
mbl.is