Toyota fagnar með sólskini

Sumri verður fagnað hjá Toyota Kauptúni og Toyota Akureyri á morgun, laugardaginn 12. júní með sannkallaðri sólskinssýningu á öllu því nýjasta sem Toyota hefur fram að færa.

Á sýningunni verður úrval bíla sem henta vel til ferðalaga í sumar og boðið verður upp á grill og gos.

Söluráðgjafar Toyota verða í sumarskapi og taka á móti gestum í Kauptúni og á Akureyri frá kl. 12 – 16 á laugardag, að því er fram kemur í tilkynningu.

mbl.is