Íslenski sportbíllinn verður til sýnis

Adrenalín. Íslenski sportbíllinn var hannaður og smíðaður frá grunni á …
Adrenalín. Íslenski sportbíllinn var hannaður og smíðaður frá grunni á Íslandi. Hér stendur hann fyrir utan verkstæði eigendanna þar sem hann hefur lengi verið geymdur. Bíllinn hefur nú verið fluttur austur á Breiðdalsvík þar sem hann verður einn af kjörgripunum á sýningu Frystihússins - bílasafns. Ljósmynd/Bjarni Elías Gunnarsson

Íslenski sportbíllinn Adrenalín verður sýningargripur á nýju bílasafni sem opnað verður á Breiðdalsvík um næstu helgi. Þar verður einnig „Gerlach-Benzinn“, bíll Werners Gerlachs, aðalræðismanns þriðja ríkisins á Íslandi, og þótti á sínum tíma einn glæsilegasti bíllinn á götum Reykjavíkur.

Gunnar Bjarnason og Theódór Sighvatsson smíðuðu sportbíl fyrir síðustu aldamót og gáfu honum heitið Adrenalín. Hann var frumsýndur í endanlegri gerð á sportbílasýningunni í Laugardalshöll á árinu 1999. Gunnar var í upphafi bjartsýnn á að hægt yrði að framleiða nokkra slíka bíla hér á landi og selja erlendis. Það breyttist. Þegar blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Gunnar í tilefni af sportbílasýningunni taldi hann þetta hæpið vegna skattareglna og annars. Enda reyndist þrautin þyngri að fá bílinn skráðan, þegar til kom. Voru því ekki fleiri eintök smíðuð.

Bjarni Elías, sonur Gunnars, segir að Adrenalín-bíllinn hafi lítið verið notaður. Hann hafi verið í góðri geymslu hjá þeim feðgum frá því smíðinni lauk og hann fékk skráningu. Segir Bjarni í umfjöllun um þessi bílamál í Morgunblaðinu í dag að þeir eigi fleiri bíla og áhugi þeirra hafi beinst meira að þeim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »