Volvo XC40 rafjeppinn kominn í Brimborg

Fyrstu eintökin af Volvo XC40 rafmagnsjeppanum eru komin í Brimborg.
Fyrstu eintökin af Volvo XC40 rafmagnsjeppanum eru komin í Brimborg.

Brimborg hóf sölu á netinu á Volvo XC40 rafjeppanum í byrjun júní og nú eru fyrstu bílar til sýnis og reynsluaksturs komnir til Brimborgar, bæði í Reykjavík og á Akureyri.Fyrstu eintökin sem fara til nýrra eigenda verða afhent í fyrstu viku júlí mánaðar.

Volvo XC40 Recharge er nýr sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn 100% rafjeppi. Volvo XC40 Recharge er yfir 400 hestöfl, aðeins 4,9 sekúndur í hundraðið og með drægi allt að 418 km. Með hraðhleðslu má koma 78 kílóvattstunda rafhlöðu í 80% hleðslu eða sem svarar 334 km drægi á aðeins 40 mínútum.

„Volvo rafjeppinn er einstakur, fjórhjóladrifinn, ferðabíll. Frábær sæti sem fara vel með ökumann og farþega er einkennismerki Volvo ásamt því að farangursrými eru tvö, eitt að aftan og annað að framan. Að aftan er það 452 lítrar og stækkanlegt í 1.328 lítra og að framan er 31 lítra farangursgeymsla. Veghæð er 17,6 cm undir lægsta punkt og dráttargeta eftirvagns með hemlum er 1.800 kg,“ segir í tilkynningu.

Með nýja Volvo rafjeppanum kynnir Brimborg í fyrsta sinn á Íslandi Care By Volvo sem tryggir áhyggjulaus kaup, notkun og rekstur. Í Care By Volvo felst að bíllinn kemur á sérhönnuðum heilsársdekkjum fyrir rafbíla og öll þjónusta, viðhald, ábyrgðar- og kaskótrygging með rafhlöðutryggingu í 3 ár eða að 100.000 km er innifalið í kaupverði. Að auki er bíllinn með lengri verksmiðjuábyrgð sem er 5 ár og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Sé langtímaleiga valin er Care By Volvo einnig innfalið en að auki eru vetrardekk og umfelgun innifalin í leiguverði.

„Eins og með aðra Volvo bíla er öryggi ökumanns, farþega og annarra vegfarenda í hávegum haft og hafa Volvo bílar aldrei verið öruggari. Öryggiskerfi eins og ABS hemlakerfi, SIPS hliðarárekstrarvörn, WHIPS bakhnykksvörn, veglínuskynjari, borgaröryggi, BLIS myndavél fyrir hliðarumferð, Cross-Traffic öryggiskerfi og Pilot Assist hjálparstýring tryggir fimm stjörnu öryggi í umferðinni,“ segir í upplýsingum frá Brimborg.

Volvo XC40 Recharge rafjeppinn býðst í tveimur útfærslum, Plus og Pro, báðar ríkulega búnar og lagaðar að köldu loftslagi. Þar má finna upphitanlegt leðurstýri, upphitanleg framsæti, varmadælu, forhitara sem er fjarstýrður með appi eða á skjá og jafnvel Volvo merkið í grillinu er upphitað. Pro útfærslan kemur aukalega með Panorama glerþaki með sóllúgu, Harman Kardon hljómtækjum, rafdrifnum sætastillingum, LED aðalljós með beygjustýringu og 360 gráðu myndavél.

Volvo XC40 Recharge kostar frá 8.090.000 kr. með Care By Volvo í beinum kaupum og býður Brimborg margvíslega kosti í hagstæðri grænni fjármögnun. Einnig býður Brimborg langtímaleigu í 36 mánuði með mánaðarlegum greiðslum. Í öllum tilvikum býður Brimborg að kaupverð eldri bíls renni upp í kaupverð nýja bílsins eða að það sé greitt út ef um langtímaleigu er að ræða.

Fyrstu eintökin af Volvo XC40 rafmagnsjeppanum eru komin í Brimborg.
Fyrstu eintökin af Volvo XC40 rafmagnsjeppanum eru komin í Brimborg.
Fyrstu eintökin af Volvo XC40 rafmagnsjeppanum eru komin í Brimborg.
Fyrstu eintökin af Volvo XC40 rafmagnsjeppanum eru komin í Brimborg.
mbl.is