Tesla innkallar yfir 285 þúsund bíla

Bilunin er nýjasta höggið á bandaríska brautryðjandann með sjálfkeyrandi bíla.
Bilunin er nýjasta höggið á bandaríska brautryðjandann með sjálfkeyrandi bíla. AFP

Rafbílarisinn Tesla hefur innkallað yfir 285.000 bíla af kínverska markaðnum eftir að rannsókn leiddi í ljós vandamál í aðstoðaraksturshugbúnaðinum sem gæti valdið alvarlegum árekstrum. Eftirlitsstofnun kínverska ríkisins tilkynnti þetta seint á föstudag.

Tesla mun hafa samband við kaupendur umræddra bíla til þess að uppfæra hugbúnað ökutækjanna þeim að kostnaðarlausu, segir í tilkynningu frá ríkisstjórn markaðsreglugerðar. 

Sjálfkeyrandi bílar tengjast banvænum árekstrum

Bilunin er nýjasta höggið á bandaríska brautryðjandann með sjálfkeyrandi bíla, sem hefur verið undir vaxandi eftirliti í Kína vegna nokkurra banvænna árekstra sem tengdust bílum Tesla á síðustu mánuðum.

Fyrirtækið Tesla er gífurlega vinsælt í Kína þar sem einn af hverjum fjórum seldum bílum þar í landi er frá fyrirtækinu.

mbl.is