Júní sá stærsti í sögu Peugeot á Íslandi

Brimborg seldi 80 Peugeotbíla í nýliðnum júnímánuði.
Brimborg seldi 80 Peugeotbíla í nýliðnum júnímánuði.

„Afmælistilboð Peugeot hefur fengið frábærar viðtöku sem sést best á því að júní mánuður var sá stærsti í sögu Peugeot á Íslandi með 80 selda bíla. Peugeot bifreiðar þykja enda skara framúr hvað varðar hönnun ytra útlits og hönnunar innrarýmis.“

Svo er komist að orði í tilkynningu frá Brimborg sem fer með umboð fyrir Peugeotbíla á Íslandi. Þar segir ennfremur:

„Raf- og tengiltvinntækni Peugeot leikur einnig lykilhlutverk ásamt nýjum fjórhjóladrifnum tengiltvinnbíl, auknum gæðum og framúrskarandi þjónustu Brimborgar með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á rafhlöðu raf- og tengiltvinnrafbíla.“

Í tilefni fimm ára afmælis Peugeot hjá Brimborg og metsölu Peugeot á Íslandi þá býður Brimborg í samvinnu við Peugeot í Frakklandi sérstakt afmælistilboð á öllum gerðum Peugeot bíla til 30. júlí.

Að auki, vegna einstaklega góðrar endursölu notaðra Peugeot bíla, býður Brimborg hærra uppítökuverð á notuðum Peugeot upp í nýja Peugeot.

Myndatexti:
Af þessu frábæra tilefni fengu starfsmenn Peugeot á Íslandi sér dýrindisköku með morgunkaffinu.

Aldrei hafa fleiri Peugeot selst í einum mánuði á Íslandi …
Aldrei hafa fleiri Peugeot selst í einum mánuði á Íslandi og í nýliðnum júní.
mbl.is