Volvo FH16 mest seldi vörubíllinn

Volvo FH16 vörubílar.
Volvo FH16 vörubílar.

„Nýir Volvo vörubílar seljast eins og heitar lummur þessa dagana og það sem af er ári er Volvo með 31% hlutdeild af seldum vörubílum yfir 10 tonn.“

Þannig segir í tilkynningu frá Brimborg, umboði fyrir Volvobíla á Íslandi.

Volvo FH16 er mest selda einstaka gerð vörubíla á Íslandi. Hefur Veltir  afhent 18 vörubíla yfir 10 tonnum á árinu sem er 31,0% hlutdeild í  vörubílamarkaði og 125% söluaukning frá fyrra ári.

Heildarmarkaður fyrir vörubíla yfir 10 tonn fyrstu sex mánuði ársins er 58 bílar og er það aukning frá sama tíma í fyrra um 20,8%.

„Efnahagslífið er að taka mjög hressilega við sér sem er að skila sér í mikilli aukningu á eftirspurn eftir atvinnubílum og atvinnutækjum. Það hefur leitt til þess að pantanastaða Veltis fyrir nýja atvinnubíla og atvinnutæki er mjög sterk sem mun tryggja umtalsverðan vöxt einnig á seinni hluta ársins,“ segir Marteinn Jónsson, framkvæmdarstjóri Veltis.

Volvo FH16 vörubílar.
Volvo FH16 vörubílar.
mbl.is